Vilja að hætt verði að bjóða erlendum her hingað


Sam­tök hernaðarand­stæðinga segj­ast fagna orðum starf­andi ut­an­rík­is­ráðherra um að heim­sókn­ir breskra herþotna verði afþakkaðar á næst­unni og hvetja ís­lensk stjórn­völd til að hætta al­veg að bjóða hingað er­lend­um her.

Vand­séð er hvernig stjórn­völd gætu rétt­lætt að sóa fjár­mun­um í uppi­hald her­manna sem koma hingað til að sinna fá­nýt­um æf­ing­um. Nú þegar  raun­veru­leg ógn steðjar að Íslandi hef­ur sést hversu gagns­laust það er fyr­ir þjóðina að til­heyra NATO, banda­lagi sem bein­ist gegn and­stæðingi sem ekki er leng­ur til. Aldrei hef­ur verið ljós­ara að NATO-aðild Íslands er kostnaðarsamt dútl sem ger­ir ekk­ert til að tryggja ör­yggi og hag þjóðar­inn­ar," seg­ir í álykt­un sam­tak­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka