Vilja byggja gagnaver á Fljótsdalshéraði

Fljóts­dals­hérað skrifaði í dag und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu við Green­st­one ehf. varðandi bygg­ingu allt að 50.000 fer­metra gagna­ver í sveit­ar­fé­lag­inu. Sam­kvæmt yf­ir­lýs­ing­unni mun Fljóts­dals­hérað leggja til lóð und­ir gagna­ver og Green­st­one mun sjá um kynn­ingu á mögu­leik­um sveit­ar­fé­lags­ins í þessu efni, hönn­un og vænt­an­lega bygg­ingu vers­ins.

Green­st­one hef­ur þegar ritað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu við Lands­virkj­un þess efn­is, að orku­fyr­ir­tækið út­vegi Green­st­one a.m.k. 50 MW af orku.

Í yf­ir­lýs­ing­unni er vísað til þess að byrjað sé að leggja nýj­an ljós­leiðara til Evr­ópu frá Íslandi og aðrar gagna­teng­ing­ar séu í aug­sýn, sem tengi landið bæði við Evr­ópu og Norður-Am­er­íku.

Þá seg­ir, að þess sé að vænta að 20 bein störf geti skap­ast í sveit­ar­fé­lag­inu og allt að 20 óbein störf bæði í sveit­ar­fé­lag­inu og ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um Fljóts­dals­héraðs.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert