Vilja byggja gagnaver á Fljótsdalshéraði

Fljótsdalshérað skrifaði í dag undir viljayfirlýsingu við Greenstone ehf. varðandi byggingu allt að 50.000 fermetra gagnaver í sveitarfélaginu. Samkvæmt yfirlýsingunni mun Fljótsdalshérað leggja til lóð undir gagnaver og Greenstone mun sjá um kynningu á möguleikum sveitarfélagsins í þessu efni, hönnun og væntanlega byggingu versins.

Greenstone hefur þegar ritað undir viljayfirlýsingu við Landsvirkjun þess efnis, að orkufyrirtækið útvegi Greenstone a.m.k. 50 MW af orku.

Í yfirlýsingunni er vísað til þess að byrjað sé að leggja nýjan ljósleiðara til Evrópu frá Íslandi og aðrar gagnatengingar séu í augsýn, sem tengi landið bæði við Evrópu og Norður-Ameríku.

Þá segir, að þess sé að vænta að 20 bein störf geti skapast í sveitarfélaginu og allt að 20 óbein störf bæði í sveitarfélaginu og nágrannasveitarfélögum Fljótsdalshéraðs.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert