Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur fram á fund í utanríkismálanefnd hið fyrsta til að fara yfir stöðu mála í samskiptum Íslendinga og Breta og stöðuna almennt í utanríkisviðskiptum þjóðarinnar, og með hvaða hætti utanríkismálanefnd geti beitt sér til góðs.
Þá hefur Steingrímur óskað eftir því að á dagskrá fundarins verði einnig tekið fyrir fyrirhugað herflug, æfingar og loftrýmiseftirlit Breta á Íslandi í desember.
Þess er óskað að utanríkisráðherra eða starfandi utanríkisráðherra mæti á fundinn.