Vill afnema fargjöld Strætó

mbl.is/Kristinn

Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi hefur lagt til á borgarráðsfundi að fargjöld Strætó bs. verði lögð niður. Í tillögu sinni segir Ólafur að mikill ávinningur og sparnaður geti hlotist af niðurfellingu strætófargjalda enda sé með gjaldfrjálsum almenningssamgöngum verið að gera fólki kleift að nýta ókeypis strætóferðir á tímum hækkandi eldsneytisverðs og erfiðleika í rekstri heimila í borginni.

Þá segir í tillögunni að ávinningurinn sé margfaldur því takist að stórauka nýtingu almenningssamgangna hefði það í för með sér minni mengun, minni kostnað við gerð og viðhald umferðarmannvirkja sem og sparnað í skriffinnsku. Ólafur segir hér um víðtækt almannahagsmunamál að ræða þar sem ávinningurinn felist í auknum sparnaði, í betri og vistvænni ferðamáta og greiðari samgöngum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert