70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

Sjö­tíu pró­sent kjós­enda vilja að efnt verði til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild­ar­viðræður um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Capacent. Meiri­hluti inn­an allra flokka er því hlynnt­ur. Um helm­ing­ur er hlynnt­ur aðild.

Aðeins 17,5 pró­sent eru and­víg þess­ari leið. Tæp fimm­tíu pró­sent eru hlynnt aðild Íslands að ESB en 27 pró­sent and­víg, að því er seg­ir í frétt Frétta­blaðsins í dag.

Þetta eru niður­stöður nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem Capacent Gallup vann fyr­ir hóp áhuga­fólks um Evr­ópu­mál inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins.

83% kjós­enda Sam­fylk­ing­ar vilja að farið verði í þjóðar­at­kvæðagreiðslu og Vinstri grænna með 78 pró­sent. Tæp sjö­tíu pró­sent fram­sókn­ar­manna vilja þjóðar­at­kvæðagreiðslu en rétt rúm­lega helm­ing­ur þeirra sem myndu kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn, væri gengið til kosn­inga í dag.

Niðurstaða spurn­ing­ar­inn­ar um hvort viðkom­andi væri hlynnt­ur aðild að ESB eða ekki var af­ger­andi önn­ur en þegar spurt var um þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Tæp fimm­tíu pró­sent eru hlynnt aðild en 27 pró­sent and­víg. Tæp­lega átta­tíu pró­sent Sam­fylk­ing­ar­fólks eru mjög eða frek­ar hlynnt aðild en 36 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert