70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

Sjötíu prósent kjósenda vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent. Meirihluti innan allra flokka er því hlynntur. Um helmingur er hlynntur aðild.

Aðeins 17,5 prósent eru andvíg þessari leið. Tæp fimmtíu prósent eru hlynnt aðild Íslands að ESB en 27 prósent andvíg, að því er segir í frétt Fréttablaðsins í dag.

Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallup vann fyrir hóp áhugafólks um Evrópumál innan Framsóknarflokksins.

83% kjósenda Samfylkingar vilja að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu og Vinstri grænna með 78 prósent. Tæp sjötíu prósent framsóknarmanna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu en rétt rúmlega helmingur þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, væri gengið til kosninga í dag.

Niðurstaða spurningarinnar um hvort viðkomandi væri hlynntur aðild að ESB eða ekki var afgerandi önnur en þegar spurt var um þjóðaratkvæðagreiðslu. Tæp fimmtíu prósent eru hlynnt aðild en 27 prósent andvíg. Tæplega áttatíu prósent Samfylkingarfólks eru mjög eða frekar hlynnt aðild en 36 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert