Mótmæla Davíð Oddssyni

00:00
00:00

Að sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu eru á fimmta hundrað manns sam­an­kom­in á Aust­ur­velli til þess að mót­mæla Davíð Odds­syni, for­manni stjórn­ar Seðlabanka Íslands. Fólk geng­ur um með skilti og krefst þess að Davíð verði lát­inn víkja sem seðlabanka­stjóri.

Í til­kynn­ingu frá hópn­um sem stend­ur að mót­mæl­un­um, sem kall­ar sig Nýir tím­ar - Vertu þátt­tak­andi, kem­ur fram að Davíð bæri mesta ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi væri kom­in á Íslandi. Er þar vitnað til erfiðrar stöðu í efna­hags­mál­um vegna hruns viðskipta­bank­anna þriggja, Glitn­is, Lands­bank­ans og Kaupþings. Hóp­ur­inn er und­ir for­ystu Harðar Torfa­son­ar, Kolfinnu Bald­vins­dótt­ur, Dr. Gunna, Andra Sig­urðsson­ar og Birg­is Þór­ar­ins­son­ar.

Í til­kynn­ingu frá hópn­um er Davíð sagður bera ábyrgð á því að út­rás ís­lensku bank­anna mis­fórst. Íslensku bank­arn­ir hafi stofnað til skuld­bind­inga með veik­b­urða eft­ir­lit­s­kerfi og Davíð hafi ekki nægi­lega sérþekk­ingu á efna­hags­mál­um til þess að sinna starfi sínu nægi­lega vel.

Mótmælendur létu vel í sér heyra og kröfðust aðgerða gegn …
Mót­mæl­end­ur létu vel í sér heyra og kröfðust aðgerða gegn Davíð. Árni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert