Veðurstofan spáir vestan 5-10 m/s og stöku skúrum eða slydduéli sunnanlands, en norðan 10-15 og slyddu eða snjókomu norðantil. Búist er við stormi suðaustanlands seint á morgun.
Léttskýjað verður suðaustanlands. Norðvestan 13-18 og snjókoma eða él við norðausturströndina eftir hádegi, en annars mun hægara og léttir til.
Norðaustan 8-13 og stöku él á morgun, en 18-23 og slydda eða snjókoma suðaustanlands undir kvöld. Frost 0 til 5 stig norðanlands, en hiti 0 til 5 stig syðra.