Nú fer fram samkoma á vegum Hugsprettu í Háskólabíói þar sem ungt fólk snýr bökum saman, mótar tækifæri framtíðar og vinnur að stefnumótun fyrir Ísland. Markmiðið er að fá ungt fólk til að byggja upp hugmyndir um möguleika Íslands og eigin tækifæri til nýsköpunar.
Hugspretta er samstarfsverkefni Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs og Klak - nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, með aðkomu Stúdentaráðs Háskóla Íslands, Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, Nemendafélagi Háskólans á Bifröst, Listaháskóla Íslands og Keilis.
Meðal gesta á samkomunni verða forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Magnús Scheving, Björk Guðmundsdóttir, Hrund Andradóttir, Guðjón Már Guðjónsson, Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Haukur Ingi Jónasson stefnumótunarráðgjafi.