„Það er búið að þurrausa sjóðinn,“ segir Ómar Sigurðsson um peningamarkaðssjóði Landsbankans og gagnrýnir svör Stefáns Héðins Stefánssonar hjá Landsbankanum í viðtali við Morgunblaðið í gær.
Í liðinni viku lýsti Ómar því í viðtali við Morgunblaðið hvernig Landsbankinn hefði ginnt hann til að fjárfesta í peningabréfum bankans og fyrir vikið óttist hann um 60 milljóna króna sparnað.