Utanríkismálanefnd kölluð saman

Utanríkismálanefnd var kölluð saman í gærdag til að fara yfir stöðu mála í samskiptum Breta og Íslendinga. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir því í gærmorgun að nefndin yrði kölluð saman og aðeins örfáum klukkustundum seinna var boðað til fundarins.

Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði kallað nefndina saman því sér hefði fundist samskiptavandi þjóðanna hafa staðið í of marga daga. Því hefði þurft öll tiltæk ráð til að koma réttum skilaboðum út til Bretlands.

Fyrirhuguð loftrýmisgæsla Breta í desember á þessu ári var einnig rædd á fundinum og lagði Steingrímur J. Sigfússon það til að Íslendingar afþökkuðu nærveru Breta í jólamánuðinum. Engar tillögur voru teknar til afgreiðslu á fundinum í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert