Vilja betri upplýsingagjöf

Hugmyndum um hvernig má miðla upplýsingum betur hefur verið komið …
Hugmyndum um hvernig má miðla upplýsingum betur hefur verið komið til íslenskra stjórnvalda. Jim Smart

Starfshópur Almannatengslafélags Íslands telur brýnt að sem fyrst verði samið við alþjóðlegt PR-fyrirtæki sem getur tryggt samhæfða skilaboðagerð og aðgerðir erlendis. Þetta kemur fram í grunnhugmyndum sem starfshópur Almannatengslafélagsins sendi forsætisráðherra í dag.

Að mati félagsins er ekki nokkur leið fyrir ráðuneyti eða aðgerðahópa hér heima að hafa þá staðbundnu yfirsýn sem þarf að vera fyrir hendi til að tryggja að réttar ákvarðanir séu teknar.

Félagið segir innra starf ráðuneyta vera gott er varðar starfsemi innanlands en erlendis sé hægt að gera betur. Brýn þörf sé á því að bæta úr því. Dýrmæt tækifæri í upplýsingamiðlun hafi nú þegar farið forgörðum vegna þess að ekki var leitað ráðgjafar í almannatengslum í hverju landi fyrir sig.

Ísland og málefni Íslands hafa verið mikið fréttaefni erlendis eftir að staða efnahagsmála versnaði hratt og viðskiptabankarnir þrír, Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing, voru í kjölfarið teknir yfir af Fjármálaeftirlitinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert