Vilja betri upplýsingagjöf

Hugmyndum um hvernig má miðla upplýsingum betur hefur verið komið …
Hugmyndum um hvernig má miðla upplýsingum betur hefur verið komið til íslenskra stjórnvalda. Jim Smart

Starfs­hóp­ur Al­manna­tengsla­fé­lags Íslands tel­ur brýnt að sem fyrst verði samið við alþjóðlegt PR-fyr­ir­tæki sem get­ur tryggt sam­hæfða skila­boðagerð og aðgerðir er­lend­is. Þetta kem­ur fram í grunn­hug­mynd­um sem starfs­hóp­ur Al­manna­tengsla­fé­lags­ins sendi for­sæt­is­ráðherra í dag.

Að mati fé­lags­ins er ekki nokk­ur leið fyr­ir ráðuneyti eða aðgerðahópa hér heima að hafa þá staðbundnu yf­ir­sýn sem þarf að vera fyr­ir hendi til að tryggja að rétt­ar ákv­arðanir séu tekn­ar.

Fé­lagið seg­ir innra starf ráðuneyta vera gott er varðar starf­semi inn­an­lands en er­lend­is sé hægt að gera bet­ur. Brýn þörf sé á því að bæta úr því. Dýr­mæt tæki­færi í upp­lýs­inga­miðlun hafi nú þegar farið for­görðum vegna þess að ekki var leitað ráðgjaf­ar í al­manna­tengsl­um í hverju landi fyr­ir sig.

Ísland og mál­efni Íslands hafa verið mikið frétta­efni er­lend­is eft­ir að staða efna­hags­mála versnaði hratt og viðskipta­bank­arn­ir þrír, Glitn­ir, Lands­bank­inn og Kaupþing, voru í kjöl­farið tekn­ir yfir af Fjár­mála­eft­ir­lit­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert