Stóri bróðir bjargaði litla bróður

Bergur Vilhjálmsson 16 ára bjargði Heiðari Páli 5 ára bróður …
Bergur Vilhjálmsson 16 ára bjargði Heiðari Páli 5 ára bróður sínum út úr íbúð á annarri hæð. mbl.is/Július

„Ég vaknaði við reykskynjara og leit fram á gang og sá að hann var fullur af reyk og hringdi þá í 112,“ segir Berglind Guðmundsdóttir íbúi í Vesturbergi 100 þar sem eldur kom upp á fjórða tímanum í nótt. Hún segir mikla mildi að ekki fór verr. „Það er ár síðan við keyptum reykskynjara á ganginn. Hann skipti sköpum,“ segir Berglind.

Berglind býr ásamt tveimur sonum sínum á annarri hæð. Eldri sonur hennar, Bergur Vilhjálmsson 16 ára, komst sjálfur niður af svölum. „Bergur komst sjálfur niður og tók á móti litla bróður sínum, Heiðari Páli fimm ára,“ segir Berglind. „Þetta var skelfileg lífsreynsla svo ekki sé meira sagt. Ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef reykskynjarinn hefði ekki verið á ganginum. Hlutirnir eru fljótir að gerast þegar eldur kviknar.“

Berglind var komin aftur að blokkinni þegar mbl.is náði tali af henni en hún var þá að fara að athuga um reykskemmdir. „Áður en ég fór út setti ég blautt handklæði við hurðina. Vonandi hefur það bjargað einhverju.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka