7 handteknir eftir árás á lögreglu

Lögreglan að störfum í miðborg Reykjavíkur
Lögreglan að störfum í miðborg Reykjavíkur mbl.is/Július

Sjö hafa verið handteknir eftir fólskulega árás á tvo lögregluþjóna í nótt. Tveggja er enn leitað. Lögreglan var kölluð að húsi í Hraunbænum í Árbæ um eitt leytið í nótt vegna hávaða. Bað lögreglan fólkið í íbúðinni að draga úr látum og var að fara þegar ráðist var á hana með spörkum og höggum, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þurfti lögreglan að  kalla eftir aðstoð og kom fjöldi lögreglumanna á staðinn. Tveir voru handteknir á staðnum en fimm til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við málið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er tveggja enn leitað en lögregla veit hverjir þeir eru. Allir hafa mennirnir komið til kasta lögreglunnar áður meðal annars fyrir ofbeldi. Árásin virðist hafa verið algjörlega tilefnislaus. 

Flytja þurfti lögregluþjónana tvo sem í upphafi fóru í hávaðaútkallið að Hraunbæ 144 á sjúkrahús. Eru meiðsl þeirra ekki talin alvarleg en meðal annars þurfti að sauma fjögur spor í höfuð annars þeirra. Auk þess sem þeir eru illa marðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert