7 handteknir eftir árás á lögreglu

Lögreglan að störfum í miðborg Reykjavíkur
Lögreglan að störfum í miðborg Reykjavíkur mbl.is/Július

Sjö hafa verið hand­tekn­ir eft­ir fólsku­lega árás á tvo lög­regluþjóna í nótt. Tveggja er enn leitað. Lög­regl­an var kölluð að húsi í Hraun­bæn­um í Árbæ um eitt leytið í nótt vegna hávaða. Bað lög­regl­an fólkið í íbúðinni að draga úr lát­um og var að fara þegar ráðist var á hana með spörk­um og högg­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá varðstjóra í lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Þurfti lög­regl­an að  kalla eft­ir aðstoð og kom fjöldi lög­reglu­manna á staðinn. Tveir voru hand­tekn­ir á staðnum en fimm til viðbót­ar hafa verið hand­tekn­ir í tengsl­um við málið. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu er tveggja enn leitað en lög­regla veit hverj­ir þeir eru. All­ir hafa menn­irn­ir komið til kasta lög­regl­unn­ar áður meðal ann­ars fyr­ir of­beldi. Árás­in virðist hafa verið al­gjör­lega til­efn­is­laus. 

Flytja þurfti lög­regluþjón­ana tvo sem í upp­hafi fóru í hávaðaút­kallið að Hraun­bæ 144 á sjúkra­hús. Eru meiðsl þeirra ekki tal­in al­var­leg en meðal ann­ars þurfti að sauma fjög­ur spor í höfuð ann­ars þeirra. Auk þess sem þeir eru illa marðir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert