Grafalvarlegt mál

Stefán Eiríksson lögreglustjóri segist líta árásina á lögreglumennina í nótt …
Stefán Eiríksson lögreglustjóri segist líta árásina á lögreglumennina í nótt mjög alvarlegum augum. Júlíus

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir árásina á lögreglumennina tvo í Árbænum í nótt vera „grafalvarlegt mál“ sem verið sé að rannsaka.

„Við lítum öll svona mál mjög alvarlegum augum en ég get ekki tjáð mig frekar um þetta mál að svo stöddu. Forgangsatriðin varðandi þetta mál snúa að þeim sem urðu fyrir árásinni og síðan fer rannsóknin í sinn vanalega farveg,“ sagði Stefán.

Eins og greint hefur verið frá á mbl.is voru sjö handteknir eftir fólskulega árás á tvo lögregluþjóna, karl og konu, við Hraunbæ 144 í Árbænum í nótt. Tveggja er enn leitað sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í árásinni. Mennirnir sem grunaðir eru um árásina eru af erlendu bergi brotnir og hafa áður komið við sögu lögreglu fyrir ofbeldisbrot.

Lögregluþjónarnir voru fluttir á sjúkrahús og þurfti að sauma fjögur spor í höfuð annars þeirra. Meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka