Nýr kafli á Reykjanesbraut tekinn í notkun

Kristján L. Möller klippir á borðann í dag.
Kristján L. Möller klippir á borðann í dag.

Nýr kafli á Reykja­nes­braut var tek­inn í notk­un í dag og er braut­in nú orðin tvö­föld að und­an­skild­um stutt­um kafla gegn­um Hafn­ar­fjörð. Kristján L. Möller sam­gönguráðherra klippti á borða og opnaði braut­ina form­lega að viðstödd­um vega­mála­stjóra og ýms­um gest­um.

Fyrri áfangi tvö­föld­un­ar­inn­ar, milli Hvassa­hrauns og Strand­ar­heiðar, var tek­inn í notk­un haustið 2004 og seinni áfang­inn, milli Strand­ar­heiðar og Njarðvík­ur, var boðinn út haustið 2005 og er hon­um nú að ljúka. 

Á vef sam­gönguráðuneyt­is­ins er haft eft­ir Kristjáni, að mörg verk og viðamik­il séu framund­an á sviði sam­göngu­mála. Mörg verk­efni séu þegar kom­in af stað og áætlan­ir miði að því að hrinda í fram­kvæmd ýms­um stór­verk­efn­um.

„Nú rík­ir hins veg­ar nokk­ur óvissa um hvernig þess­ar áætlan­ir stand­ast. Verður það verk­efni sam­göngu­yf­ir­valda á næstu vik­um að fara yfir allt sviðið og meta hversu raun­hæf­ar þess­ar áætlan­ir eru í ljósi aðstæðna,” sagði Kristján.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert