Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir að sem skipti mestu máli núna er að taka ákvörðun um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Sagði hann á flokksfundi Samfylkingarinnar í dag að það komi aldrei til greina að Íslendingar gefi einhvern afslátt á einhverjum umhverfisreglum þrátt fyrir þær hremmingar sem nú ríki. Það gerist aldrei.
Segir hann að það nýja Ísland sem við verðum bæði að verða arkitektar og smiðir að muni gera græna hátækni miklu mikilvægari en áður.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók í umræðum undir þau orð Össurar að nauðsynlegt væri að fá aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og að hún ásamt fleirum hefðu kannski ekki alltaf verið aðdáendur sjóðsins enda oft dregið úr velferðarmálum þar sem sjóðurinn gripi inn. Hún fullvissaði fundarmenn um að slíkt væri ekki á borðinu hvað Ísland varðar.