Ráðherrar funda

Ráðherrar ganga af fundinum í dag.
Ráðherrar ganga af fundinum í dag. Árni Sæberg

Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar funduðu í Stjórnarráðinu í dag kl. 14. Að fundi loknum vildu þeir ekki gefa upp hvert fundarefnið hefði verið að öðru  leyti en því að það hefði snúist um efnahagsmál. Samkvæmt heimildum mbl.is þá var boðað til fundarins með mjög skömmum fyrirvara.

Hann sátu: Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra. Þá komu til fundarins þrír starfsmenn utanríkisráðuneytisins þar á meðal Martin Eyjólfsson, sviðstjóri viðskiptasviðs ráðuneytisins.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra vildi ekki staðfesta að rætt hafi verið um inngrip Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en útilokaði ekki að beðið yrði um aðstoð sjóðsins í dag eða næstu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka