Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vísiterar þessa daga Landspítalann. Með þessari heimsókn lýkur í vísitasíu biskups í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra sem staðið hefur frá síðasta vetri.
Vísitasían á Landspítala hófst í gær með guðsþjónustu á þriðju hæð Landspítalans og að lokinni henni átti biskup fund með prófasti, sjúkrahúsprestum og djákna á LSH ásamt stjórnendum, samkvæmt tilkynningu frá Biskupsstofu.
Í dag heimsækir biskupinn Klepp, Grensás og Landakot. Þar mun hann ræða við starfsfólk og sjúklinga, bæði inn á deildum og með helgistundum og samverustundum.