Fór beint í fíkniefnaframleiðslu

Frá Kvíabryggju
Frá Kvíabryggju mbl.is/Golli

Athygli hefur vakið að einn þeirra sem lögregla handtók í síðustu viku fyrir stórfellda amfetamínframleiðslu, Tindur Jónsson, var dæmdur árið 2006 í sex ára fangelsi fyrir líkamsárásir, tilraun til manndráps og fíkniefnabrot. Hafði honum verið veitt reynslulausn fyrir skömmu og hafa margar efasemdaraddir vaknað um lögmæti hennar.

„[Þarna] koma inn í hlutir eins og aldur viðkomandi þegar hann fremur brotið, hegðun í fangelsi og ýmislegt annað,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Hann segir alvöru brotsins vissulega skipta þar máli.

Valtýr Sigurðsson var fangelsismálastjóri á þeim tíma sem ákvörðun var tekin um reynslulausn fangans. Í samtali við Morgunblaðið staðfesti hann að helsta ástæða þess að Tindur hlaut reynslulausn hafi verið mjög ungur aldur hans. Hafi hann verið sendur strax á Kvíabryggju þar sem hann reyndist fyrirmyndarfangi. Þannig hafi hann stundað nám þar og hlotið fjölda meðmæla fyrir reynslulausninni.

Valtýr staðfesti að föðursystir Tinds hefði unnið hjá stofnuninni, en tók skýrt fram að hún hefði aldrei komið nærri málum hans. „Það var passað upp á að hún kæmi ekki nálægt neinum ákvörðunum varðandi hans mál. Það er engin hætta á að hún hafi setið fundi þar sem hans mál komu til skoðunar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert