Framboð Íslands út í hött?

HO

Bandaríski sagnfræðingurinn Paul Kennedy við Yale-háskóla er heimsþekktur fræðimaður, grein hans um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna birtist í The Wall Street Journal sl. föstudag. Hann fer þar hörðum orðum um framboð Íslendinga.

Kennedy minnir á að þegar sáttmáli SÞ var saminn hafi verið tilgreint hvaða skilyrði ríki í öryggisráðinu, önnur en þau fimm stórveldi sem fengu fastasæti með neitunarvaldi í reynd, skyldu uppfylla. Þar skyldi ekki eingöngu líta til landfræðilegs jafnréttis heldur þess hvert framlag umrædds ríkis til þess að „viðhalda friði og öryggi væri og annarra verkefna samtakanna“.

Kennedy segir að ef taka eigi þessi skilyrði alvarlega verði að hunsa með öllu sum framboð, þ.ám. Írana sem hafi þverskallast við að hlíta ályktunum öryggisráðsins.

„Framboð Íslands er jafnkjánalegt en á annan hátt. Það er í reynd ekki að landið skuli nú vera gjaldþrota sem dæmir það úr leik. Það er fremur augljós vanhæfni þess til að hafa eitthvað raunverulegt fram að færa til að viðhalda alþjóðlegu öryggi. Annaðhvort geta menn það og eru trúverðugir eða þeir geta það ekki og eiga þá ekki að bjóða sig fram.“

Lítil ríki geti átt erindi í ráðið. Sum þeirra hafi lagt fram mikilvægan skerf í friðargæslu og nefnir hann m.a. Írland og Finnland. En ekki dugi orðin ein, þeim verði að geta fylgt gerðir, segir Kennedy, Jafnræði allra, smárra sem stórra, eigi við á allsherjarþinginu og í öðrum stofnunum SÞ. „En það er ekki viðeigandi að ríki í öryggisráðinu geti greitt atkvæði um hernaðaraðgerðir án þess að það geti stutt slíka aðgerð með eigin hermönnum. Bindum nú enda á þann skrípaleik.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka