Geta borað við Þeistareyki og Kröflu

Bakki við Húsavík þar sem fyrirhugað álver á að rísa.
Bakki við Húsavík þar sem fyrirhugað álver á að rísa. mbl.is

Skipulagsstofnun telur fært að rannsóknarboranir fari fram við Kröflu og Þeistareyki næsta sumar. Boranirnar séu þess eðlis að þær megi taka út úr heildarumhverfismati sem umhverfisráðherra úrskurðaði um vegna álversframkvæmda við Bakka og tengdar framkvæmdir.

Skipulagsstofnun hefur gengið frá bréfi til framkvæmdaraðila um að þeir leggi fram tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar fyrir rannsóknarboranir á Þeistareykjum og Kröflu. Framkvæmdaraðilar höfðu áður óskað eftir leiðbeiningum Skipulagsstofnunar um sérstakt matsferli fyrir rannsóknaboranir með það í huga að niðurstaða gæti legið fyrir vorið 2009 og nauðsynlegar rannsóknarboranir gætu svo farið fram sumarið 2009.

Eftir að úrskurður umhverfisráðherra lá fyrir í júlí lýstu framkvæmdaraðilar áhyggjum sínum af því að framkvæmdir við álver á Bakka gætu tafist um eitt ár ef ekki yrði mögulegt að ráðast í boranirnar.

„Niðurstaða Skipulagsstofnunnar með framkvæmdaraðilum undanfarna mánuði er sú að það sé hægt að fara í boranirnar því þær séu skilgreindar sem rannsóknarboranir sem verði að fara fram fyrir heildarmatið. Stofnunin telur því að það megi taka þessar boranir út úr heildinni,“ segir Stefán Thors, skipulagsstjóri.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert