Geta borað við Þeistareyki og Kröflu

Bakki við Húsavík þar sem fyrirhugað álver á að rísa.
Bakki við Húsavík þar sem fyrirhugað álver á að rísa. mbl.is

Skipu­lags­stofn­un tel­ur fært að rann­sókn­ar­bor­an­ir fari fram við Kröflu og Þeistareyki næsta sum­ar. Bor­an­irn­ar séu þess eðlis að þær megi taka út úr heild­ar­um­hverf­is­mati sem um­hverf­is­ráðherra úr­sk­urðaði um vegna ál­vers­fram­kvæmda við Bakka og tengd­ar fram­kvæmd­ir.

Skipu­lags­stofn­un hef­ur gengið frá bréfi til fram­kvæmd­araðila um að þeir leggi fram til­lögu að matsáætl­un til Skipu­lags­stofn­un­ar fyr­ir rann­sókn­ar­bor­an­ir á Þeistareykj­um og Kröflu. Fram­kvæmd­araðilar höfðu áður óskað eft­ir leiðbein­ing­um Skipu­lags­stofn­un­ar um sér­stakt mats­ferli fyr­ir rann­sókna­bor­an­ir með það í huga að niðurstaða gæti legið fyr­ir vorið 2009 og nauðsyn­leg­ar rann­sókn­ar­bor­an­ir gætu svo farið fram sum­arið 2009.

Eft­ir að úr­sk­urður um­hverf­is­ráðherra lá fyr­ir í júlí lýstu fram­kvæmd­araðilar áhyggj­um sín­um af því að fram­kvæmd­ir við ál­ver á Bakka gætu taf­ist um eitt ár ef ekki yrði mögu­legt að ráðast í bor­an­irn­ar.

„Niðurstaða Skipu­lags­stofn­unn­ar með fram­kvæmd­araðilum und­an­farna mánuði er sú að það sé hægt að fara í bor­an­irn­ar því þær séu skil­greind­ar sem rann­sókn­ar­bor­an­ir sem verði að fara fram fyr­ir heild­armatið. Stofn­un­in tel­ur því að það megi taka þess­ar bor­an­ir út úr heild­inni,“ seg­ir Stefán Thors, skipu­lags­stjóri.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert