Ísland á hagstæðu verði

mbl.is/Júlíus

Bent er á Ísland sem spenn­andi ferðamannastað á ferðavef danska blaðsins Jyl­l­ands-Posten. Þar kem­ur fram að mörg­um Dön­um hafi til þessa þótt Ísland spenn­andi en allt of dýr áfangastaður. Nú gef­ist þeim hins veg­ar ein­stakt tæki­færi til að upp­lifa Ísland á hag­stæðu verði.

Grein­in er skrifuð af Tom Nørga­ard sem seg­ir að þegar hafi orðið vart stór­auk­ins áhuga á ferðum til Íslands í kjöl­far geng­is­hruns krón­unn­ar.  

Nørga­ard nefn­ir ferð í Bláa lónið sem dæmi um upp­lif­un sem kosti helm­ingi minna nú er fyr­ir ári síðan. Þá bend­ir hann á Sjáv­ar­kjall­ar­ann og Silf­ur sem frammúrsk­ar­andi veit­ingastaði þar sem hlut­falls­lega ódýrt sé nú fyr­ir út­lend­inga að borða. Einnig bend­ir hann á að mun ódýr­ara sé nú fyr­ir ferðamenn en áður að drekka áfengi á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert