Ítrekar að Ísland fengi hraðferð inn í ESB

Olli Rehn.
Olli Rehn. Reuters

Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ítrekar í viðtali við AFP fréttastofuna í dag að viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu myndu ekki taka langan tíma. Rehn lýsti sömu skoðun í september þegar hann ræddi við íslenska þingmenn í svonefndri Evrópustefnunefnd.

„Ísland er augljóslega lýðræðisríki, sem hefur þegar gert samninga um líklega 2/3" af  regluverkinu sem þarf að að fá aðild að ESB. „Þetta þýðir, að ef Ísland myndi óska eftir aðild yrði hægt að ljúka viðræðum á skömmum tíma." 

Rehn segist þó enn reikna með því að Króatía, sem hóf aðildarviðræður fyrir þremur árum, verði næsta aðildarríki ESB en þau eru nú 27. Stjórnvöld í Zagreb vonast til að fá aðild árið 2010. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert