Ítrekar að Ísland fengi hraðferð inn í ESB

Olli Rehn.
Olli Rehn. Reuters

Olli Rehn, sem fer með stækk­un­ar­mál í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, ít­rek­ar í viðtali við AFP frétta­stof­una í dag að viðræður um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu myndu ekki taka lang­an tíma. Rehn lýsti sömu skoðun í sept­em­ber þegar hann ræddi við ís­lenska þing­menn í svo­nefndri Evr­ópu­stefnu­nefnd.

„Ísland er aug­ljós­lega lýðræðis­ríki, sem hef­ur þegar gert samn­inga um lík­lega 2/​3" af  reglu­verk­inu sem þarf að að fá aðild að ESB. „Þetta þýðir, að ef Ísland myndi óska eft­ir aðild yrði hægt að ljúka viðræðum á skömm­um tíma." 

Rehn seg­ist þó enn reikna með því að Króatía, sem hóf aðild­ar­viðræður fyr­ir þrem­ur árum, verði næsta aðild­ar­ríki ESB en þau eru nú 27. Stjórn­völd í Za­greb von­ast til að fá aðild árið 2010. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert