Keppni hafin á óympíumótinu í matreiðslu

Íslenska kokkalandsliðið er nú statt í Erfurt í Þýskalandi þar sem það tekur þátt í ólympíuleikunum í matreiðslu en keppni á leikunum hefst í dag.

Íslenska liðið fór héðan á föstudag og hafði meðferðis um tonn af hráefni og allskyns dóti til að nota í keppninni en áður hafði rúmlega tonn af áhöldum verið sent á undan hópnum.

Helgina nýtti hópurinn til að koma sér fyrir og yfirfara öll tæki og áhöld. Þá þurfti hann að útvega töluvert af ferskvöru til notkunar í keppninni sjálfri. 

Í dag fer fram keppni í matreiðslu heitra rétta og er reiknað með að úrslit þeirrar keppni liggi fyrir seinnipart dagsins. Á miðvikudag verður síðan keppt í Köldu borði  og verða úrslit þeirrar keppni einnig tilkynnt sama dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka