Ögmundur Jónasson þingflokksformaður VG segir ríkisstjórnina ekki hafa leyfi til að skuldbinda komandi kynslóðir Íslendinga um mörg hundruð milljarða. Ekkert samráð sé haft við Alþingi um samninga við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Ríkisstjórnin sé raunverulega umboðslaus til slíkra samninga.
Ögmundur segir að Íslendingar ættu að leggja niður fyrir sér hverjar séu lagalegar og þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslensku þjóðarinnar. Þar séu uppi álitamál og engin opinber eða lýðræðisleg umræða hafi farið fram.
Hann segir of snemmt að fagna því að ekki séu gerðar kröfur varðandi Íbúðalánasjóð eins og kemur fram í Financial Times. Hann segist spyrja sig, hvað ríkisstjórnin hyggist sjálf fyrir með Íbúðalánasjóð. Hvort það hafi yfirleitt verið talin þörf á slíkum skuldbindingum.