Staðan miklu verri

Gunnar Þorláksson, annar eigenda BYGG, segir horfur í atvinnulífinu dökkar.
Gunnar Þorláksson, annar eigenda BYGG, segir horfur í atvinnulífinu dökkar. Ásdís Ásgeirsdóttir

Gunn­ar Þor­láks­son, ann­ar eig­enda Bygg­ing­ar­fé­lags Gunn­ars og Gylfa (BYGG), seg­ist telja at­vinnu­horf­ur næsta árið mun verri en könn­un Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) ger­ir ráð. „Þetta er afar var­færið svo ekki sé meira sagt,“ seg­ir Gunn­ar en sam­kvæmt könn­un­inni munu um 7.000 manns missa vinn­una á ár­inu miðað við töl­ur um síðustu ára­mót.

BYGG hef­ur verið um­svifa­mikið í upp­bygg­ingu hús­næðis á höfuðborg­ar­svæðinu á und­an­förn­um árum. Fé­lagið hef­ur byggt meira en 200 íbúðir á ári um nokk­urra ára skeið. „Staðan er miklu verri á at­vinnu­markaðnum en af er látið. Það er mikið atinnu­leysi framund­an og það eins gott að öll þjóðin, stjórn­mála­menn og aðrir, búi sig und­ir erfiða tíma. Að öðrum kosti dynja áföll­in á okk­ur nán­ast fyr­ir­vara­laust eins og dæm­in sanna með bank­anna,“ seg­ir Gunn­ar og vitn­ar til yf­ir­töku Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á Glitni, Lands­bank­an­um og Kaupþingi. „Núna er kom­in upp staða sem er grafal­var­leg á öll­um víg­stöðum og það sem skipt­ir máli er að fólki sé gerð grein fyr­ir því að hér sé framund­an mikið at­vinnu­leysi. En svona ástandi fylgja auðvitað líka tæki­færi sem eiga eft­ir að koma í ljós þegar fólk þarf að fara finna lausn­ir á stór­um vanda­mál­um. Þannig er það alltaf og þannig verður það núna. En aðal­atriðið er að fólk sé upp­lýst um að efna­hags­ástandið hér er grafal­var­legt, al­var­legra en stjórn­mála­menn hafa sagt hingað til, og það er eng­um til góðs að halda upp­lýs­ing­um um stöðuna frá fólki,“ seg­ir Gunn­ar.

Eins og greint hef­ur verið frá á mbl.is telja aðild­ar­fyr­ir­tæki SA að erfiður tími geti verið framund­an í at­vinnu­mál­um. Tæp­lega helm­ing­ur fyr­ir­tækja sem tók þátt í könn­un á veg­um SA á dög­un­um hef­ur fækkað fólki á ár­inu eða ætl­ar að gera það.

Fjórðung­ur fyr­ir­tækja, sem hyggst segja upp fólki, ætl­ar að segja upp ófag­lærðu starfs­fólki, um fimmtán pró­sent fyr­ir­tækja ætla að segja upp iðnaðarmönn­um og sjö pró­sent há­skóla­menntuðu fólki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka