Steingrímur J: Biðlar til norskra stjórnvalda

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, ritar bréf í norska dagblaðið Aftenposten í dag þar sem biðlar til norskra stjórnvalda um hjálp svo Ísland komist hjá því að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Rússlands eftir láni.

Segir í bréfi Steingríms að þar sem íslensk stjórnvöld hafi ekki óskað eftir aðstoð frá Norðmönnum á sama tíma og norsk stjórnvöld hafi sent jákvæð skilaboð um slík þá segist Steingrímur leita beint til þeirra, að því er segir í opnu bréfi Steingríms til norskra stjórnvalda í Aftenposten.

Segir Steingrímur það óviðunandi að stjórnvöld hafi ekki reynt að semja fyrst við nágranna sína á Norðurlöndum, að minnsta kosti áður en leitað var eftir aðstoð frá Rússum, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fleiri. Biður Steingrímur norsk stjórnvöld um að bjóða Íslendingum ríkistryggt lán upp á tvo til fjóra milljarða evra auk þess sem hann biður um sérfræðihjálp frá Noregi til Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka