Stór skjálfti í Öxarfirði

Skjálftinn varð um 17 km vestur af Kópaskeri í nótt.
Skjálftinn varð um 17 km vestur af Kópaskeri í nótt. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti sem mældist 4,2 á Richter-skalanum varð kl. 02:35 í nótt í Öxarfirði um 17 kílómetra vestur af Kópaskeri. Ein tilkynning hefur borist um að jarðskjálftans hafi orðið vart, en hún var frá Laxárvirkjun. Yfir 40 eftirskjálftar hafa þegar mælst, þeir stærstu tæplega þrjú stig.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að yfir 40 eftirskjálftar hafa þegar mælst, þeir stærstu tæplega þrjú stig.

„Það var dálítið mikil eftirskjálftavirkni  svona rúman klukkutíma eftir en það hefur nú verið rólegra síðan," sagði Bergþóra S. Þorbjarnardóttir á
eftirlitsdeild eðlisfræðisviðs Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert