Veturinn kominn fyrir alvöru

mbl.is/Skapti

Veturinn er að öllum líkindum kominn fyrir alvöru þetta árið að mati Kristínar Hermannsdóttur veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Éljaloft er nú yfir öllu landinu, með snjókomu á Norðurlandi en einstökum éljum sunnanlands.

Kristín segist telja haustið liðið og segir að það geti ekki talist neitt óvenjulegt að það snjói svolítið í lok október. Þá segir hún að vindur muni ganga niður með kvöldinu og loftkæling þá minnka. Hiti verði hins vegar áfram í kring um frostmark og heldur muni kólna er líður á vikuna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka