Veturinn kominn fyrir alvöru

mbl.is/Skapti

Vet­ur­inn er að öll­um lík­ind­um kom­inn fyr­ir al­vöru þetta árið að mati Krist­ín­ar Her­manns­dótt­ur veður­fræðings á Veður­stofu Íslands. Éljaloft er nú yfir öllu land­inu, með snjó­komu á Norður­landi en ein­stök­um élj­um sunn­an­lands.

Krist­ín seg­ist telja haustið liðið og seg­ir að það geti ekki tal­ist neitt óvenju­legt að það snjói svo­lítið í lok októ­ber. Þá seg­ir hún að vind­ur muni ganga niður með kvöld­inu og loft­kæl­ing þá minnka. Hiti verði hins veg­ar áfram í kring um frost­mark og held­ur muni kólna er líður á vik­una. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert