Vill senda ráðamenn á tungumálanámskeið

Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins
Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins


Bryn­hild­ur Pét­urs­dótt­ir, rit­stjóri Neyt­enda­blaðsins, vill senda ráðamenn ís­lensku þjóðar­inn­ar á mála­nám­skeið og að það mætti nota eitt­hvað af þeim pen­ing­um sem fara í ut­an­rík­isþjón­usta í tungu­mála­nám­skeið fyr­ir ráðherra og æðstu menn. Jafn­framt ætti að senda þá á nám­skeið í al­menn­um mannasiðum, að því er fram kem­ur í pistli henn­ar á vef Neyt­enda­sam­tak­anna.

„Íslend­ing­ar eiga til að ýkja málak­unn­áttu sína, sér­stak­lega þegar kem­ur að ensku. Við telj­um okk­ur þokka­lega fær í því tungu­máli en svo er því miður ekki alltaf. Sé ís­lenski framb­urður­inn í aðal­hlut­verki og áhersl­ur á vit­laus­um stöðum gæti fólk allt eins verið að tala kín­versku.

Grun­ar að aðild á lista yfir vilj­ug­ar þjóðir hafi verið á mis­skiln­ingi byggð

Íslenska ríkið eyðir háum fjár­hæðum í ut­an­rík­isþjón­ust­una. Það er auðvitað mik­il­vægt að halda uppi góðum sam­skipt­um við aðrar þjóðir en ég held að það mætti nota eitt­hvað af pen­ing­un­um í að senda ráðherra og æðstu menn á nám­skeið í er­lend­um tungu­mál­um og í al­menn­um mannasiðum.

Ég hef setið fyr­ir­lestra þar sem ráðherr­ar hafa haldið ræður á er­lend­um tungu­mál­um og það er ekki alltaf þægi­legt að sitja und­ir slíku. Samt hik­ar þetta fólk ekki við að eiga í allskyns sam­töl­um við er­lenda ráðamenn sem skilja kannski ekk­ert hvað verið er að segja og kinka bara kurt­eis­lega kolli. Þetta hef­ur kannski sloppið hingað til enda sam­töl­in ekki það mik­il­væg en þegar þjóðin stefn­ir í þrot og umræðuefnið þess eðlis að við höf­um ekki efni á nein­um mis­skiln­ingi er þetta auðvitað grafal­var­legt mál.

Ef kjörn­ir full­trú­ar hafa ekki fullt vald á er­lend­um tungu­mál­um eiga þeir að hafa túlk sér við hlið. Það sama gild­ir auðvitað um emb­ætt­is­menn sem eiga í sam­skipt­um við aðrar þjóðir. Það er ekk­ert skamm­ar­legt við það nema síður sé. Marg­ir er­lend­ir þjóðhöfðingj­ar eru alltaf með túlk enda ekki hægt að gera ráð fyr­ir að þeir tali reiprenn­andi önn­ur tungu­mál.

Mig hef­ur alltaf grunað að aðild okk­ar á lista vilj­ugra þjóða í Íraks­stríðinu hafi verið á mis­skiln­ingi byggð og skorti á tungu­málak­unn­áttu. Sá sem svaraði í sím­ann hafi varla skilið hvað var á seyði og ekki geta gert sig skilj­an­leg­an. Það hafi eitt­hvað verið talað um „a list“ og „friends“ og það hljómaði svo sem nógu sak­leys­is­lega. Þegar í ljós kom hvað var í raun­inni um að vera var of seint að hætta við og því hafi verið reynt að klóra í bakk­ann," seg­ir Bryn­hild­ur.

Skildu fjár­málaráðherr­arn­ir hvorn ann­an

Hún bæt­ir því að maður hljóti að velta fyr­ir sér hvernig sam­tal seðlabanka­stjóra og rúss­neska sendi­herr­ans hafi farið fram. Báðir aðilar voru ör­ugg­leg að tala annað tungu­mál en sitt eigið og því ljóst að margt get­ur mis­far­ist.

„Hafi ég skilið frétt­ir rétt átti Árni Mat­hiesen fjár­málaráðherra sím­tal við Darling breska fjár­málaráðherr­ann deg­in­um áður en Gor­don Brown missti sig. Það væri afar fróðlegt að heyra upp­töku af sím­tal­inu því hafi Árni full­vissað bresk stjórn­völd um að þau hefðu ekk­ert að ótt­ast eru viðbrögð Breta al­ger­lega óafsak­an­leg. Stóra spurn­ing­in er; skildu fjár­málaráðherr­arn­ir hvorn ann­an?

Ég skil reynd­ar ekki af hverju ráðamenn  nota ekki frek­ar tölvu­pósta en sím­töl. Það er þá hægt að glugga í orðabók ef maður er að vand­ræðast með orð og hætt­an á mis­skiln­ingi verður minni. Sím­töl­um á milli landa fylgja líka oft skruðning­ar og trufl­an­ir sem eyk­ur enn hætt­una á mis­skiln­ingi. Árni hefði bet­ur sent Darling tölvu­póst með skýr­um skila­boðum og að sjálf­sögðu átti að senda af­rit á Gor­don Brown.

Eft­ir at­b­urði síðustu vikna og mánaða hef ég veru­leg­ar áhyggj­ur af því að þeir sem fara með völd­in í land­inu séu ekki starfi sínu vaxn­ir. Vissu­lega er staðan erfið og ekki öf­undsvert fyr­ir ráðamenn að finna leið út úr glundroðanum en það er eins og mönn­um séu al­veg ótrú­lega mislagðar hend­ur. Þá eig­um við víst ekki leng­ur nein­ar vinaþjóðir og skyldi kannski eng­an undra. Iðnaðarráðherra lét hafa eft­ir sér í viðtali að Banda­ríkja­menn hafi sent okk­ur fing­ur­inn af því þeir neita okk­ur um lán (kannski skildu þeir ekki um­sókn­ina!)

Til að lág­marka skaðann er best að ís­lensk­ir ráðamenn láti sem minnst hafa eft­ir sér. Síðan óska ég eft­ir þeirri nýbreytni fyr­ir næstu kosn­ing­ar að fram­bjóðend­ur verði látn­ir svara spurn­ing­um á er­lend­um tungu­mál­um," að því er seg­ir á vef Neyt­enda­sam­tak­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka