200 milljónir vegna lóða í Garðabæ

Gunnar Einarsson segir 550 til 600 íbúðir vera tilbúnar í …
Gunnar Einarsson segir 550 til 600 íbúðir vera tilbúnar í Garðabæ en óseldar. mbl.is

„Við höfum verið að fá inn í kringum tíu lóðir og kostnaðurinn fyrir okkur er allt að 200 milljónir króna vegna þeirra,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Í kringum hundrað lóðum hefur verið úthlutað í bæjarfélaginu á síðustu árum að sögn Gunnars en tiltölulega fáum verið skilað til baka.

Gunnar segir nokkuð margar íbúðir standa auðar í hverfum sem byggð hafa verið hratt upp, svo sem í Sjálandi, Akrahverfinu og Urriðaholti. „Það eru nokkuð margar íbúðir sem standa auða í hverfum hérna. Það hafa einkafyrirtæki verið að byggja á stórum svæðum og það eru um 550 til 600 íbúðir byggðar en óseldar á þessum svæðum,“ segir Gunnar.

Gunnar segir ljóst að sveitarfélög í landinu muni þurfa að takast á við gjörbreytt rekstrarumhverfi vegna niðursveiflu í landinu. „Ég geri ráð fyrir því að útsvarstekjur sveitarfélaga muni dragast mikið saman á næstu misserum.“

Eins og greint hefur verið frá á mbl.is hafa sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, einkum Kópavogsbær og Hafnarfjarðarbær, þurft að endurgreiða háar fjárhæðir vegna innskila byggingarlóðum. Kópavogsbær hefur þurft að endurgreiða á milli fjóra og fimm milljarða vegna innskila á lóðum en Hafnarfjarðarbær um 2,5 milljarð. Samkvæmt lögum ber sveitarfélögum að endurgreiða lóðareigendum allan kostnað við innskil, auk verðbóta.

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna innskila á lóðum nemur um tveimur milljörðum króna. Munar þar mestu um lóðirnar í Úlfarsárdal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka