Áríðandi að „missa ekki móðinn"

Hjalti Guðröðarson með Ísafold frá 1886.
Hjalti Guðröðarson með Ísafold frá 1886. Ljósm.Halldór Sveinbjörnsson

„Það var ósköp svipað að lesa þessa grein eins og dagblöðin í dag. Það er sama hörmungarástandið," segir Hjalti Guðröðarson verkamaður hjá Spýtunni á Ísafirði sem fann 122 ára gamalt eintak af dagblaðinu Ísafold í einangrun húss á Hnífsdal fyrir skömmu.

Algengt var fyrr á árum að nota dagblöð í einangrun húsa en sjálfsagt er sjaldgæft að finna jafngamalt eintak og Hjalti fann. Það er þó efni greinarinnar, sem rituð var árið 1886, sem vekur ekki síst athygli, því í henni er lýst bágbornu ástandi sem ekki er ósvipað því sem nú er uppi. Dagblaðið Ísafold var stofnað af Birni Jónssyni árið 1874 og var gefið út til ársins 1929.

Eintakið sem Hjalti fann er frá 6. október 1886 og stendur þar m.a.:

„Það er einkum áríðandi, þegar maður er í hættu staddur, að „missa ekki móðinn", annars fer allt í handaskolum og glötunin er vís.

Ástand lands vors er nú eins og stendur sannarlegt hættu-ástand: veðurátt ill og hörð, allir aðal-atvinnuvegir ógreiðir, verzlun og stjórn óhagstæð.

Í slíkum kringumstæðum gætir mest, að landsmenn „ekki missi móðinn".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka