Bolir gegn Íslendingum

Það andar köldu í garð Íslendinga frá þessum skilaboðum.
Það andar köldu í garð Íslendinga frá þessum skilaboðum. mbl.is/Mynd fengin á vef Spreadshirt

Íslendingar hafa undanfarið orðið varir við andúð Breta og fengið að finna fyrir háði Dana vegna ófara íslenskra banka. Nú hefur bresk netverslun ákveðið að gera út á þessar tilfinnigar og látið prenta boli með skilaboðum þar sem háð er gert að Íslendingum og fjármálakreppunni.


„Ég er hrifin/n af Íslendingum... en ég gæti ekki borðað heilan (Íslending)" er lausleg þýðing á einum bolnum.

Á tengslanetinu Facebook hafa rúmlega 800 manns skráð nöfn sín á bænaskjal þar sem farið er fram á að vefsíðan sem heldur úti netversluninni verði tekin niður.

Sjá nánar hér.






mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert