Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 4 mánaða fangelsi fyrir brot gegn frjálsræði og líkamsárás í febrúar 2007. Ákærði tók annan mann nauðugan viljugan upp í bíl við Garðskagavita og misþyrmdi honum í bílnum og héldu barsmíðar áfram inni á heimili annarsstaðar. Ekið var með fórnarlambið í verslun Samkaupa/Úrval, Miðnestorgi, Sandgerði, og það neytt til að stela 50 þúsund krónum úr peningaskáp þar. Við ákvörðun refsingar var haft í huga að brotið var talið mjög fólskulegt.
Ákærði var einnig sakfelldur af ákæru fyrir að stela humri fyrir 680 þúsund kr. og tölvubúnaði fyrir tæpar 300 þúsund kr.