Enn dregur úr reykingum landsmanna

Tíðni daglegra reykinga fullorðinna á aldrinum 15-89 ára hefur lækkað úr 19% árið 2007 í 17,6% nú í ár, samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Lýðheilsustöð. Mest munar um að færri konur reykja.

jafnt og þétt hefur dregið hefur úr daglegum reykingum Íslendinga. Þannig reyktu 30% íslendinga daglega árið 1991 en nú er tíðni reykinga komin niður í 17,6%.

Rannsóknir sýna einnig að tíðni reykinga í 10. bekk grunnskóla minnkar ár frá ári.

Könnun um reykingar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert