Flutningabílar fastir í skarði

Beðið neðan við Víkurskarð Eyjafjarðarmegin laust fyrir klukkan níu í …
Beðið neðan við Víkurskarð Eyjafjarðarmegin laust fyrir klukkan níu í morgun. Bílarnir fóru svo áleiðis út á Grenivík og ætluðu inn Fnjóskadal til þess að komast austur um. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Víkurskarð er enn ófært en verið er að ryðja það og reyna að losa tvo stóra flutningabíla sem eru þversum á veginum. Flutningabílarnir munu hafa reynt að fara heiðina í nótt en Vegagerðin hætti mokstri um klukkan ellefu í gærkvöldi.

„Það fer nú að styttast í að menn geti farið að fara Dalsmynnið, þá verður hægt að fara inn dalinn og síðan inn á leiðina hjá Víkurskarðinu," sagði Stefán Þengilsson hjá Vegagerðinni í samtali við mbl.is.

Stefán sagði að það væri leiðindaveður uppi í Víkurskarðinu og að beðið væri eftir veghefli sem gæti losað stóra flutningabíla sem sitja þar fastir. „Það er leiðinda skafrenningur hér og þetta mun taka tíma," sagði Stefán.

„Það mætti alveg koma fram í fréttum að það væri betra ef menn væru ekki að æða þarna yfir á nóttunni þannig að ekki sé hægt að þjónusta veginn á morgnanna," sagði Stefán.

Hann bætti því við að nú væri leiðinlegasta vindáttin sem hægt er að fá í þessari færð. „Norðvestan áttin skefur hér upp á veginn og þá sest allur snjórinn niður á veginn. Það er ekki mikill snjór nema bara á veginum," sagði Stefán. 

Hann reiknar með að búið verði að ryðja veginn og fjarlægja flutningabílana fyrir hádegið.

Beðið neðan við Víkurskarð Eyjafjarðarmegin laust fyrir klukkan níu í …
Beðið neðan við Víkurskarð Eyjafjarðarmegin laust fyrir klukkan níu í morgun. mbl.is/kapti Hallgrímsson
Beðið neðan við Víkurskarð Eyjafjarðarmegin.
Beðið neðan við Víkurskarð Eyjafjarðarmegin. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert