Fólksflótti frá Íslandi

Frá Flateyri
Frá Flateyri mbl.is/Brynjar Gauti

Mikl­ar lík­ur eru á því að fjöldi inn­flytj­enda forði sér heim frá Íslandi vegna fjár­málakrís­unn­ar en flest­ir þeirra eru frá Póllandi. BBC fjall­ar um málið í dag og tek­ur Flat­eyri sem dæmi þar sem íbú­arn­ir séu 200 tals­ins, þar af 100 inn­flytj­end­ur.  Seg­ir í um­fjöll­un BBC að Flat­eyri sé langt frá storm­in­um sem geis­ar yfir fjár­mála­lífi Reykja­vík­ur en storms­ins verði fljót­lega vart fyr­ir vest­an.

BBC seg­ir að eina starf­sem­in sem finna má á Flat­eyri fyr­ir utan bar­inn, sé fisk­vinnsl­an á staðnum þar sem starfs­menn­irn­ir koma frá Póllandi, Fil­ipps­eyj­um og Taílandi.  

Að sögn Vig­dís­ar Erl­ings­dótt­ur, eig­anda vinnsl­unn­ar, starfa 36 hjá fyr­ir­tæk­inu og aðeins þrír eru Íslend­ing­ar. Flest­ir komi frá Póllandi og ekki væri hagt að halda vinnsl­unni gang­andi án þeirra.  „Þeir eru und­ir­staða bæj­ar­ins."

Að sögn Vig­dís­ar hef­ur margt breyst frá því hún var að al­ast upp á Flat­eyri. Á þeim tíma voru íbú­arn­ir 350-400 tals­ins en nú séu þeir 200 og þarf séu um eitt hundrað út­lend­ing­ar.

BBC ræðir við Jan­inu Krzyszewska sem kom til Flat­eyr­ar fyr­ir þrem­ur árum. Hún býr þar ásamt eig­in­manni og börn­um og þau hafa keypt sér hús á Flat­eyri. „Fyr­ir mig er heima hér en ég geri ráð fyr­ir að fara aft­ur til Pól­lands í framtíðinni. Það fer allt eft­ir verðbólg­unni."

„Hún fær mig til þess að íhuga það al­var­lega að fara heim aft­ur. Bróðir minn er harðákveðinn í að fara aft­ur til Pól­lands og frændi minn vill líka fara," seg­ir Jan­ina.

Seg­ir í grein á vef BBC að út­lend­inga­hat­ur þríf­ist á Íslandi. Til að mynda hafi leigu­bíl­stjóri sem ók grein­ar­höf­undi í Reykja­vík sagt að um 20 þúsund Pól­verj­ar væru á Íslandi og það væri 20 þúsund­um of mikið.  

Dorota Erut­kowska-Bragas­son,  sem er gift Íslend­ingi og vinn­ur sem túlk­ur, seg­ir í sam­tali við BBC að fjöl­miðlaum­fjöll­un um sam­fé­lag Pól­verja, nauðgan­ir og þjófnað hafi haft áhrif til hins verra. „Íslensk börn heyra slæma hluti um Pól­verja, kannski frá for­eldr­um eða ann­arsstaðar. Þau koma í skól­ann og nota þetta á, segja pabbi þinn er nauðgari eða eitt­hvað því um líkt. Þetta er sorg­legt."


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert