Í mál við Alcan, ríkið og Hafnarfjarðarbæ

Landeigendur Óttarstaða hafa stefnt íslenska ríkinu, Hafnarfjarðarbæ og Alcan til að krefjast viðurkenningar á því að þeir eigi lögvarða hagsmuni eða skaðabótarétt en vegna nálægðar við álverið hafa þeir ekki geta nýtt landið sem skyldi.  Leifur Sörensen einn eigenda segir að skipuleggja mætti sextán þúsund manna íbúðabyggð ef ekki væri fyrir álverið en eins og sakir standi megi eigendur varla gera neitt á landi sínu.

Sambærilegu máli landeigenda hefur áður verið vísað frá dómi en málið er nú höfðað aftur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og var tekið fyrir í morgun. Allir stefndu krefjast frávísunar.  Ragnar Aðalsteinsson lögmaður stefnenda segir að tæknilega gæti eigendur álversins sett upp mengunarbúnað til að minnka þynningarsvæðið og svæði takmarkaðar ábyrgðar en telji það of kostnaðarsamt. Byggð á landinu sé hinsvegar rökrétt framhald af byggðinni í bænum ef ekki kæmu til hagsmunir álversins sem sé að halda áfram að menga landið. Það hafi Hafnarfjarðarbær og ríkið leyft þeim að gera.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka