Krónan tifar á mjóum fótum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar neitar því ekki að hún myndi vilja að samningaviðræður við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn tækju skemmri tíma en eftir sé handavinna sem sé nauðsynleg.  Ingibjörg Sólrún segir að íslensk stjórnvöld hafi fengið þau skilaboð að viðræður við sjóðinn séu aðgöngumiðinn að frekari aðstoð annarra þjóða. Hún segir skilyrði sjóðsins alls ekki óaðgengileg.  Undir það tekur Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra sem segir þau ekki ólík því sem skynsamir íslenskir hagfræðingar hafi lagt til, en þeir séu til.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir þær efnahagsaðgerðir sem hann hafi heyrt Alþjóða gjaldeyrissjóðinn leggja til séu ekki frábrugðnar þeim breytingum sem venjulegir skynsamir íslenskir hagfræðingar vilji sjá. Þeir séu til.  Það hafi komið fram að þeir setji ekki þau skilyrði sem menn hafi óttast eins og til að mynda frekari einkavæðingu.

Fullyrt hefur verið að gerðar séu kröfur um óbreytta háa stýrivexti og flotgengi krónunnar. Össur Skarphéðinsson segir að menn þurfi að leggja talsvert á sig  meðan verið sé að byggja upp gjaldeyrismarkað að nýju. Þangað til þurfi að gera myntinni kleift að tifa áfram á sínum veiku fótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert