Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi í dag við Condoleezu Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna um stöðu fjármálakerfis Íslands og þau úrræði sem unnið er að. Rice lýsti áhyggjum af málinu og mun taka það upp við aðra fulltrúa bandarískra stjórnvalda.
Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu lýsti Ingibjörg Sólrún afstöðu Íslendinga til viðbragða annarra ríkja, þar á meðal Breta, og til þess hvaða heildaráhrif viðburðir liðinna viknu gætu haft.