Ríkisstjórnarfundi lokið

00:00
00:00

Fundi rík­is­stjórn­ar Íslands er lokið og ligg­ur ekki fyr­ir nein niðurstaða hvað varðar beiðni um lán frá Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðnum. For­sæt­is­ráðherra seg­ir að ákvörðunar sé þó að vænta mjög fljót­lega.
Hann seg­ir unnið að þjóðhagspá til að leggja til grund­vall­ar slíku láni.

Geir H. Haar­de seg­ir að lang­an tíma hafi tekið að vinna Þjóðhagspá sem seg­ir til um lang­tíma­horf­ur í ís­lensku efna­hags­lífi. Á því hafi staðið. Hann seg­ir ekki tíma­bært að ræða skil­yrði fyr­ir lán­veit­ing­unnni en sagði Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðinn vinna að lausn en ekki reyna að gera mönn­um erfitt fyr­ir.

Geir sagði varðandi horf­urn­ar að þjóðarfram­leiðsla myndi hrapa og halli á rík­is­sjóði yrði miklu meiri á næsta ári en gert var ráð fyr­ir. Hann sagðu óvissu um verðbólg­una vegna þess að hún réðist af því hvað gengið styrk­ist fljótt. At­vinnu­leysi auk­ist mikið. Ut­an­rík­is­viðskipt­in verði þó lík­ast til í miklu betra lagi, út­flutn­ing­ur vaxi mjög hratt en inn­flutn­ing­ur minnki. Spurn­ing­in sé sú hvað þetta ástand vari lengi og hvernig við get­um með sem skyn­sam­leg­ust­um hætti komið okk­ur í gegn­um það. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert