Sjúkleg stundvísi

Stundvísi er dyggð en öllu má ofgera.
Stundvísi er dyggð en öllu má ofgera. mbl.is/Brynjar Gauti

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um miðnættið kom þó ábending um eldri konu sem sat ein í bíl fyrir utan Kringluna. Konan á pantaðan tíma hjá lækni klukkan 8.30 í morgun og vildi ekki koma of seint.

Konan sem er á níræðis aldri sagðist ekki vera mjög kunnug á þessum slóðum og vildi hafa vaðið fyrir neðan sig.

„Við aðstoðuðum hana við að komast í húsaskjól gegn því loforði að aka henni til læknisins," sagði varðstjóri lögreglunnar í samtali við mbl.is.

Konan mun hafa verið á níræðis aldri og verður séð til þess að hún kom ekki of seint til læknisins nú í morgunsárið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert