Tveimur mönnum var bjargað af Mávanesi, sjö tonna trillu, um borð í dragnótarbátinn Sólborgina eftir að eldur kom upp í vélarrými trillunnar. Hann sökk skömmu eftir að mönnum hafði verið bjargað. Þá sakaði ekki. Sólborg kemur til hafnar í Reykjavík eftir rúmlega þrjár klukkustundir.
Óljóst er hvað varð til þess að eldur braust út í vélarrýminu. Aðstæður á slysstað, suður af Snæfellsnesi, voru góðar til björgunaraðgerða. Spegilsléttur sjór og skyggni gott. Það auðveldaði björgunaraðgerðir, samkvæmt upplýsingum frá skipverjum á Sólborginni.
Þyrla LHG, TF-LÍF, var kölluð út til aðstoðar á vettvangi. Hún snéri til baka aftur eftir að ljóst var að mennirnir voru heilir á húfi. Tveir harðbotna björgunarbátar voru einnig sendir á vettvang. Ákveðið var að fara ekki með mennina í þyrlu, þar sem þeir voru heilir á húfi, og fóru mennirnir tveir því með Sólborgu til lands.