BSRB mótmælir frestun jafnréttisþings

Stjórn BSRB og jafn­rétt­is­nefnd banda­lags­ins mót­mæla harðlega ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem kynnt var í gær að fresta fyr­ir­huguðu jafn­rétt­isþingi sem halda átti í nóv­em­ber.

Það er ein­dreg­in skoðun BSRB að í „óvissu­ástandi“ eigi að leit­ast við að stinga á þjóðfé­lags­mein­um sem kynjam­is­rétti óneit­an­lega er.

Í samþykkt stjórn­ar BSRB seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi marglýst yfir því að á und­an­förn­um mánuðum hafi verið unnið að því á mark­viss­an hátt að taka á kynjam­is­rétt­inu. Því sé með öllu ótækt að jafn­rétt­isþing skuli ekki haldið eins og fyr­ir­hugað var, til að kynna afrakst­ur þess­ar­ar vinnu og efna jafn­framt til umræðu um fram­haldið.

Fé­lags- og trygg­inga­málaráðuneyti taldi ólík­legt að jafn­rétt­isþingið næði mark­miðum sín­um í því óvissu­ástandi sem rík­ir í efna­hags­mál­um þjóðar­inn­ar, og ákvað því að fresta þing­inu um ótiltek­inn tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert