Eins mikið samflot með Norðmönnum og hægt er

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/RAX

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fagnar komu sendinefndar á vegum norskra fjármálaráðuneytisins hingað til lands síðar í dag. Hann segir skrif hans í Aftenposten á dögunum hafa sett pressu á að Norðmenn tæki frumkvæði í því að bjóða fram aðstoð sína með þessum hætti.

„Reyndar var staðan þannig fyrir að það var mikill þverpólítískur vilji og samstaða í Noregi um að landið leggði eitthvað af mörkum,“ segir Steingrímur sem bindur miklar vonir við heimsóknina.

„Að vísu kemur þetta mjög seint þegar við erum kannski á síðustu metrunum að lenda á klafa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Ég hefði auðvitað viljað að það hefði farið formlega til Norðmanna fyrir tíu dögum. Engu að síður finnst mér þetta gott og tel að við eigum að hafa eins mikið samflot með Norðmönnum í þessu og hægt er, hvernig sem allt fer, enda eru þeir á margan hátt okkar eðlilegasti og næsti bandamaður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka