Fleiri eiga eftir að leita hjálpar vegna áfalla

mbl.is/Valdís Thor

Afleiðingar fjármálakreppunnar sjást ekki jafnfljótt og ummerki eftir jarðskjálfta og snjófljóð. Fólk er í kreppu núna en áhrifin eiga sjálfsagt eftir að koma enn betur í ljós. Þetta segir Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans, sem gerir ráð fyrir að fleiri eigi eftir að leita sér hjálpar vegna fjármálaáfalla þegar fram líða stundir.

„Það telja allir að það hafi verið brjálað að gera á öllum bráðamóttökum en það hefur ekki verið þannig og ekki í heilsugæslunni heldur. Það er frekar að fólk haldi sig til hlés og sé byrjað að skera niður þjónustu sem kostar talsvert,“ segir Engilbert.

Hann tekur það fram að það hafi reyndar verið ansi mikið að gera á bráðamóttökunni við Hringbraut í nokkra daga auk þess sem einnig hafi verið annasamt á almennu göngudeildinni á geðsviðinu um nokkurra daga skeið. Þessar annir hafi þó ekki verið nægilega samfelldar til að hægt sé að tala um einhverja uppsveiflu nema á bráðamóttöku hjartasjúkdóma eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert