Höggið minna á landsbyggðinni

Helga Jónsdóttir, bæjarstýra í Fjarðabyggð
Helga Jónsdóttir, bæjarstýra í Fjarðabyggð frikki

„Ég held að staða sveitarfélaga hér fyrir austan sé góð á heildina litið. Áhrifa góðærisins og þess sem því fylgdi gætti í minna mæli úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Höggið verður að sama skapi minna á landsbyggðinni þegar kreppir að,“ segir Helga Jónsdóttir, bæjarstýra Fjarðabyggðar.

Forvígismenn sveitarfélaganna á Austurlandi, allt frá Hornafirði í suðri til Vopnafjarðar í norðri, áttu í morgun símafund, þar sem málefni sveitarfélaganna voru rædd á grundvelli fjármálaholskeflunnar undanfarið. Farið var yfir efnahagslega stöðu sveitarfélaganna, auk þess sem sveitarstjórar stilltu saman strengi um hvernig bregðast megi við ástandinu og á hvaða hátt sveitarfélögin hyggjast vinna sig út úr því.

Helga segir kreppuáhrifa vissulega gæta eystra líkt og annars staðar en í minna mæli. Atvinnuástand sé gott, en í september mældist atvinnuleysi í fjórðungnum 0,4%. 33 voru skráðir atvinnulausir í lok september, 8 karlar og 25 konur. Helga segir stöðu flestra sjávarútvegsfyrirtækja í fjórðungnum sterka en óvissan snúi meðal annars að því hvernig ríkið muni standa að framkvæmdum fyrir Austan.

Á fundi sveitarstjóranna var sérstök áhersla lögð á að halda yrði sem best utan um innra velferðarkerfi sveitarfélaganna hvað sem tautar og raular og hlú að íbúunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert