Íslensk stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð Norðmanna

Liv Signe Navarsete.
Liv Signe Navarsete.

Sendinefnd á vegum norskra stjórnvalda er farin til Íslands en í nefndinni eru sérfræðingar á sviði fjármála. Liv Signe Navarsete, samgönguráðherra Noregs, segir í viðtali við The Norway Post, að Ísland hafi orðið illa út úr fjármálakreppunni og Normenn séu reiðubúnir til að aðstoða þá. Norðmenn hafi ekki viljað hrinda neinni aðstoð af stað án þess að eftir því væri óskað af íslenskum stjórnvöldum en nú hefði beiðni borist um slíkt.

Íslendingar fengu lán í síðustu viku frá Norðmönnum og segir í frétt Norway Post að það sé sameiginlegur vilji Íslendinga og Norðmanna að norsk stjórnvöld aðstoði Íslendinga enn frekar.

Navarsete segir að norska ríkisstjórnin hafi ekki viljað ekki hrinda neinu af stað fyrr en ósk um aðstoð komi frá íslenskum stjórnvöldum. Nú hafi slík beiðni borist.

„Bræður okkar og systur eiga í miklum erfiðleikum og við viljum sýna þeim samstöðu," segir Navarsete.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert