Mávanesið var skemmtibátur

Mávanesið sökk á Faxaflóa.
Mávanesið sökk á Faxaflóa. mbl.is/Landhelgisgæslan

Mávanesið RE sem sökk á miðjum Faxaflóa í gærkvöldi eftir að eldur kom upp í vélarrúmi var sjö tonna plastbátur sem skráður var sem skemmtibátur í einkaeign. Rannsóknarnefnd sjóslysa fer með málið en eldsupptök eru ókunn.

Báturinn sem var 9,5 metrar að lengd var smíðaður hjá Fjordplast í Noregi 1989 og var með Volvo Penta vél.

Samkvæmt upplýsingum frá Jóni A. Ingólfssyni forstöðumanni Rannsóknarnefndar sjóslysa var báturinn með haffærisskírteini í lagi og sjólag gott er eldsins varð vart.

Lögreglan tók skýrslu af mönnunum tveimur er þeir komu í land og Rannsóknarnefnd sjóslysa mun sömuleiðis rannsaka tildrög slyssins.

Útgerðarfélagið Shark í Reykjavík var skráð fyrir útgerð bátsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert