Olíuinnkaup ganga hnökralaust

mbl.is

Stórt olíuskip, Bit Viking, er væntanlegt í olíuhöfnina í Örfirisey seint annað kvöld. Skipið, sem er 22 þúsund tonn, er með allar tegundir af olíu, sem munu duga þjóðinni í heilan mánuð. Annað olíuskip er væntanlegt um miðjan næsta mánuð og er búið að ganga frá kaupum á þeim farmi. Því er ljóst, að ekki verður olíuskortur í landinu næstu mánuðina.

Olíuvipskipti hafa gengið með eðlilegum hætti og engir hnökrar orðið á þeim, að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, sem stýrir olíuinnkaupum fyrir N1. „En þetta hefur verið miklu meiri pappírsvinna en venjulega. Ég hef þurft að fylla út ýmis eyðublöð, sem ég hef ekki séð í mörg ár,“ segir Magnús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert